- Hagtíðindi
- 18. desember 2007
- ISSN: 1670-5718
-
Skoða PDF
Niðurstöður úr óslitinni rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2004–2006, á verðlagi ársins 2006. Árlega eru nýjar niðurstöður birtar þannig að elsta árið er fellt út en nýtt ár tekið með í staðinn. Sundurliðun er eftir heimilisgerð, búsetu, útgjalda- og tekjuhópum auk þess sem heildarniðurstöður eru bornar saman við niðurstöður áranna 2003–2005. Úrtakið taldi 3.550 heimili en alls tóku 1.607 heimili þátt í rannsókninni og var svörun því aðeins um 45%.