- Hagtíðindi
 
              
              
    	      - 04. nóvember 2011
 
    	      
              - ISSN: 1670-5718
 
              
              
	      
              - 
		Skoða PDF
              
 
              
            
	   
          
          Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3% frá október 2010 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,0%. Verðbólga hefur aukist á árinu. Hún var lág fyrstu þrjá mánuði tímabilsins, en hefur síðan aukist hægt og bítandi. Í heftinu er vikið að árlegri endurnýjun á grunni vísitölu neysluverðs í mars 2011 og áhrifum af grunnskiptum. Þá eru birtar niðurstöður úr athugun Hagstofunnar á áhrifum þess að nota mismunandi vogir við útreikning vísitölunnar.