Vísitala neysluverðs apríl 2009-2010


  • Hagtíðindi
  • 12. maí 2010
  • ISSN: 1670-5718

  • Skoða PDF
Vísitala neysluverðs hækkaði um 8,3% frá apríl 2009 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,3%. Verðbólgan hefur hjaðnað á tímabilinu og verið minni en 10% frá september 2009. Í heftinu er fjallað um vísitölu neysluverðs, birtar töflur um þróun hennar síðustu tólf mánuði og vikið að árlegri endurnýjun á grunni vísitölunnar í mars 2010 og áhrifum af grunnskiptunum. Sérstaklega er fjallað um breytta aðferð við útreikning á vísitölu kaupverðs nýrra bíla.

Til baka