Breytt úrvinnsla vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands


  • Hagtíðindi
  • 25. febrúar 2021
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Nýjar aðferðir í úrvinnslu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands voru teknar í notkun í byrjun árs 2021. Til að leiðrétta brottfallsbjaga í niðurstöðum rannsóknarinnar voru gerðar breytingar á vogum rannsóknarinnar. Niðurstöður sem fengnar eru með nýrri vog benda til þess að atvinnuleysi hafi verið nokkuð vanmetið hingað til. Gerðar voru breytingar á mati á mannfjölda í rannsókninni til að draga úr sveiflum milli mánaða með því að nota uppsöfnuð mánaðarleg gögn. Breytingarnar hafa þegar verið innleiddar fyrir mánaðarlegar tölur vinnumarkaðsrannsóknarinnar og verða innan tíðar einnig innleiddar og birtar fyrir ársfjórðungslegar og árlegar tölur.

Til baka