- Hagtíðindi
- 06. febrúar 2025
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Mat á mannfjölda í Vinnumarkaðsrannsókn hefur verið uppfært aftur til ársins 2011 í samræmi við nýja útgáfu og nýtt mat á íbúafjölda á Íslandi. Staðið hefur verið frammi fyrir áskorunum undanfarin ár varðandi niðurstöður rannsóknarinnar vegna misræmis í mannfjöldatölum þar sem sumir einstaklingar skráðir í þjóðskrá búa erlendis. Leiðréttingin leiddi í ljós ofmat og hefur áætlaður mannfjöldi til dæmis verið ofmetinn undanfarin tvö ár. Nýju tölurnar sýna þó ekki mikil áhrif á hlutfalls- og meðaltöl umfram það sem gera mátti ráð fyrir.