Vinnumarkaður 2011


  • Hagtíðindi
  • 20. febrúar 2012
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2011 voru að jafnaði 180.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 167.300 starfandi og 12.700 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,4%, hlutfall starfandi 74,7% og atvinnuleysi var 7,1%. Atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá árinu 2010 en fjöldi starfandi stóð í stað á milli ára. Fólki utan vinnumarkaðar hefur hins vegar fjölgað um 1.600 frá árinu 2010, um 5.000 ef litið er til ársins 2008. Árið 2011 var atvinnuleysi að meðaltali 9% í Reykjavík, 7% í nágrenni Reykjavíkur og 5% utan höfuðborgarsvæðisins.

Til baka