- Hagtíðindi
- 21. júlí 2010
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru 185.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 169.500 starfandi en 16.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,3% en atvinnuleysi var 8,7%. Atvinnulausum fækkaði um 500 frá öðrum ársfjórðungi 2009 og starfandi fjölgaði um 2.000. Atvinnuleysi var 9,8% á höfuðborgarsvæðinu en 6,8% utan þess. Meðalfjöldi vinnustunda var 40,2 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,6 klukkustundir hjá þeim sem voru í fullu starfi en 24,6 klukkustundir hjá þeim sem voru í hlutastarfi.