- Hagtíðindi
- 18. janúar 2012
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Á fjórða ársfjórðungi 2011 voru 175.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 165.100 starfandi og 10.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 78,4% og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi vinnumarkaðsrannsókna Hagstofunnar árið 1991. Hlutfall starfandi mældist 73,7% og atvinnuleysi var 6%. Hvorum tveggju, atvinnulausum og starfandi, fækkaði frá fjórða ársfjórðungi 2010. Atvinnulausum fækkaði um 2.600 og starfandi um 500. Á sama tíma fjölgaði fólki utan vinnumarkaðar um 3.300.