Vinnumarkaður á 4. ársfjórðungi 2017


  • Hagtíðindi
  • 01. febrúar 2018
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Á fjórða ársfjórðungi 2017 voru að jafnaði 199.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 194.400 starfandi og 5.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 81,2%, hlutfall starfandi 79,1% en atvinnuleysi 2,6%. Samanborið við fjórða ársfjórðung 2016 fjölgaði starfandi fólki um 2.700 en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 1,8 prósentustig. Á sama tíma fjölgaði atvinnulausum lítillega, eða um 200 manns og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli hækkaði um 0,1 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 2.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,5%. Atvinnulausir karlar voru 2.900 eða 2,7%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 2,7% utan þess.

Til baka