Vinnumarkaður í febrúar 2012


  • Hagtíðindi
  • 14. mars 2012
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Í febrúar voru að jafnaði 173.300 manns á vinnumarkaði, 160.700 starfandi og 12.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 77,4%, hlutfall starfandi 71,8% og atvinnuleysi 7,3%. Atvinnulausum hefur fækkað um 1.100 frá febrúar í fyrra en þá mældust atvinnulausir 13.700, 7,9% vinnuaflsins. Lítil sem engin breyting var á fjölda starfandi frá því í febrúar 2011 en hlutfall starfandi lækkaði um 0,6 prósentustig.

Til baka