Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti árið 2006


  • Hagtíðindi
  • 03. júlí 2006
  • ISSN: 1670-4606

  • Skoða PDF
Árið 2006 voru 84% heimila með tölvu og 83% gátu tengst interneti. Enn fjölgar í hópi nettengdra heimila sem nota ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu, en þeim hefur fjölgað úr 26% árið 2002 í 85% árið 2006. Heimili með börn yngri en 16 ára eru líklegri til að hafa ýmsan tæknibúnað heldur en heimili, þar sem allir heimilismenn eru 16 ára eða eldri. Þannig voru um 95% heimila með börn yngri en 16 ára með tölvu og internettengingu á móti um 78% heimila án barna sem höfðu tölvu og 75% heimila án barna sem gátu tengst interneti.

Til baka