- Hagtíðindi
- 25. maí 2007
- ISSN: 1670-4606
-
Skoða PDF
Árið 2007 voru tölvur á 89% heimila og 84% heimila gátu tengst interneti. Nærri níu af hverjum tíu nettengdum heimilum nota ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu og einungis 7% nettengdra heimila nota hefðbundna upphringitengingu eða ISDN. Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16–74 ára nota tölvu og internet. Tilgangur einstaklinga með notkun internets breytist lítið milli ára og líkt og fyrri ár var miðillinn helst notaður til samskipta og upplýsingaleitar.