- Hagtíðindi
- 09. október 2012
- ISSN: 1670-4584
-
Skoða PDF
Tölvur eru á 96% íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95% heimila. Netnotendum fjölgar frá síðasta ári og eru það nú tæp 96% landsmanna. Netnotendur hafa undanfarin ár mælst flestir á Íslandi og Noregi af öllum ríkjum EES, en ekki eru enn tiltækar samanburðartölur fyrir árið 2012. 44% netnotenda tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma og þar af tengjast 45% netinu þannig daglega. 40% netnotenda tengjast netinu utan heimilis með fartölvum sem er aukning um 7% frá fyrra ári.