- Iceland in Figures
- 16. maí 2014
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Iceland in figures er bæklingur á ensku í vasabroti (11x16 sm) sem Hagstofan gefur út árlega. Hann er sniðinn að ferðaþjónustunni en í honum eru ýmsar lykiltölur um land og þjóð. Í bæklingnum má m.a. finna talnaefni um veðráttu, umhverfi, mannfjölda, laun, tekjur, vinnumarkað, atvinnuvegi, utanríkisverslun, samgöngur, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, verðlag, neyslu, þjóðarbúskap, heilbrigðismál, félagsmál, skóla, menningu og kosningar.