Landshagir 2005


  • Hagskýrslur Íslands III
  • 10. nóvember 2005
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Landshagir eru hagtöluárbók Hagstofu Íslands. Þeir eru lykilrit fyrir opinbera hagskýrslugerð á Íslandi og er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Ritið er einnig til leiðbeiningar um innlendar hagskýrslustofnanir því ávallt er vísað til þeirra sem vinna talnaefnið. Bókinni fylgir geisladiskur sem inniheldur allt efni hennar auk eldra efnis. Bókin kemur nú út í fyrsta sinn í harðspjöldum auk þess sem útliti hennar hefur verið breytt lítilsháttar. Í ár eru helstu nýjungar þær að köflunum um opinber fjármál og alþjóðlegar hagtölur hefur verið breytt verulega. Fjórar nýjar töflur eru í kaflanum um tekjur, laun og neyslu auk þess sem nýjar töflur eru í köflunum um skólamál, dómsmál, kosningar og verðlag.

Til baka