- Alþjóðlegar útgáfur
- 11. október 2007
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Í Norrænu hagtöluárbókinni eru töflur og myndir sem lýsa á aðgengilegan hátt hvað er líkt og ólíkt með norrænu þjóðunum. Áhersla er lögð á að samanburður landanna sé sem víðtækastur. Í bókinni er því að finna upplýsingar um m.a. umhverfismál, mannfjölda, skólamál, vinnumarkað, menningu, kosningar, efnahagsmál, utanríkisverslun, sjávarútveg, ferðamál og upplýsingatækni. Allur texti bókarinnar er bæði á ensku og sænsku. Henni fylgir geisladiskur sem hefur að geyma mun meira af upplýsingum en eru í bókinni. Bókin er unnin í samvinnu norrænu hagstofanna en gefin út af Norrænu ráðherranefndinni.
Útgefið frá 1962. Nýjasta árbókin kom út 11. október 2007.