Fréttir og tilkynningar

01 Des
1. desember 2022

Kjötframleiðsla 9% minni í október en í fyrra

Kjötframleiðsla í október 2022 var 9% minni en í fyrra og munar þar mest um 15% minni dilkakjötsframleiðslu. 6% aukning var í svínakjötsframleiðslu og 7% aukning í nautakjötsframleiðslu miðað við október 2021. Hins vegar var framleiðsla á alifuglakjöti 2% minni. Fallþungi dilka var 5% minni en í fyrra og fjöldi sláturdilka dróst saman um 11%. Talnaefni hefur verið uppfært.

30 Nóv
30. nóvember 2022

Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi 2022

Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 997,8 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi þessa árs og vöxtur hennar (hagvöxtur) um 7,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Útflutningur var helsti drifkraftur hagvaxtar en að honum frátöldum hafði einkaneysla mest áhrif.

30 Nóv
30. nóvember 2022

Vöruviðskipti óhagstæð um 58,3 milljarða í október

Fluttar voru út vörur fyrir 78,5 milljarða króna fob í október 2022 sem er óbreytt frá bráðabirgðatölum fyrr í mánuðinum, og inn fyrir 136,8 milljarða króna cif (131,2 milljarða) eftir endurskoðun á bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í október voru því óhagstæð um 58,3 milljarða króna. Aukinn innflutningur skýrist af því að upplýsingar um innflutta flugvél bárust eftir birtingu bráðabirgðatalna. Talnaefni hefur verið uppfært.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 02. desember 2022 Starfandi samkvæmt skrám í október 2022
  • 02. desember 2022 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í október 2022
  • 05. desember 2022 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í desember 2022
  • 06. desember 2022 Nýskráningar félaga í nóvember 2022
  • 07. desember 2022 Auglýsingartekjur 2021
  • 07. desember 2022 Vöruviðskipti í nóvember 2022, bráðabirgðatölur
  • 07. desember 2022 Umhverfisskattar á Íslandi 2011-2021
  • 08. desember 2022 Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2022
  • 09. desember 2022 Úrgangstölur til 2020