Fréttir og tilkynningar

30 Nóv
30. nóvember 2021

Landsframleiðsla jókst um 6% á þriðja ársfjórðungi

Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er áætlað að landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi 2021 hafi numið tæplega 845 milljörðum króna á verðlagi ársins og hafi aukist um 6% að raungildi borið saman við sama tímabil fyrra árs.

30 Nóv
30. nóvember 2021

Vöruviðskipti óhagstæð um 12,8 milljarða í október

Fluttar voru út vörur fyrir 72,9 milljarða króna fob í október 2021 og inn fyrir 85,7 milljarða króna cif (80 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um 12,8 milljarða króna.

30 Nóv
30. nóvember 2021

Þjóðhagsspá að vetri

Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá í ritröð sinni Hagtíðindum. Spáin tekur til áranna 2021 til 2027. Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 3,9% í ár. Efnahagsbati hófst á öðrum ársfjórðungi en landsframleiðsla hafði áður dregist saman fimm ársfjórðunga í röð. Reiknað er með að hagvöxtur verði 5,3% á næsta ári.

30 Nóv
30. nóvember 2021

Tæplega sjöfalt fleiri gistinætur en í fyrra

Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í október 2021 nærri sjöfölduðust samanborið við október árið á undan. Þar af rúmlega nífölduðust þær á hótelum og fjórfölduðust á gistiheimilum og öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús o.s.frv.). Í samanburði við október 2019 hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 16%.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Andartak...
Andartak...
Andartak...
Andartak...

Birtingaráætlun

  • 01. desember 2021 Losunarbókhald uppfært til september 2021
  • 02. desember 2021 Framleiðsla í landbúnaði í október 2021
  • 02. desember 2021 Áfengisneysla 2020
  • 06. desember 2021 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í desember 2021
  • 07. desember 2021 Starfsemi safna 2019
  • 07. desember 2021 Vöruviðskipti í nóvember 2021, bráðabirgðatölur
  • 07. desember 2021 Tónleikahald 2020
  • 09. desember 2021 Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2021
  • 09. desember 2021 Nýskráningar félaga í nóvember 2021