Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður um 21,7 milljarða seinustu tólf mánuði
Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði var áætlaður 49,8 milljarðar króna í janúar 2021 en vöruinnflutningur 50,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 0,5 milljarða króna.