Íbúar

Hagstofan vinnur ýtarleg gögn um mannfjöldann og breytingar hans miðað við 1. janúar ár hvert, einnig eru birtar tölur um mannfjölda ársfjórðungslega. Þá birtir Hagstofan tölur um breytingar mannfjöldans, fjölda fæddra og dáinna, um hjónavígslur og skilnaði, um búferlaflutninga, ríkisfangs- og trúfélagsbreytingar, auk ættleiðinga.