Umhverfi

Efnisflæði í umhverfisreikningum tekur saman magn (þunga) af efnum sem flæða inn og út úr hagkerfinu. Hér er sérstaklega verið að líta á efnisflæði sem tengist framkvæmdum eða fjárfestingum sem eiga sér uppruna í hagkerfinu, frekar en af náttúrulegum orsökum. Helstu reikningar í efnisflæði eru losun og úrvinnsla úrgangs, meðhöndlun frárennslisvatns og losun lofttegunda (sem er að finna annars staðar). Að auki eru einnig teknar saman magntölur fyrir innflutning og útflutning og vatnsnotkun sem tengjast efnisflæði og umhverfisálagi í víðara samhengi.