Umhverfi

Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar um hagræna þætti tengda umhverfi og auðlindum, þar á meðal umhverfisskatta. Hagstofan greinir vægi einstaka umhverfisskatta og hvernig skattbyrði þeirra dreifist á atvinnugreinar. Upplýsingar um umhverfisskatta eru unnar samhliða þjóðhagsreikningum. Stefnt er að frekari birtingum sem tengjast græna hagkerfinu í framtíðinni, þar á meðal um útgjöld til umhverfismála og upplýsingar um framleiðslu á umhverfistengdum afurðum.