Umhverfi

Hagstofa Íslands stendur ekki fyrir sjálfstæðri gagnasöfnun um orkumál en hefur birt slík gögn síðan 1960. Orkustofnun hefur haft yfirumsjón um söfnun og úrvinnslu á tölfræði um vinnslu og notkun og safnar jafnframt tölum um sölu á raforku frá raforkufyrirtækjum. Út frá þessum upplýsingum vinnur Hagstofa Íslands upp umhverfisreikninga sem greina skiptingu orkuframleiðslu og orkunotkun atvinnugreinum og orkutegund. Hagstofan sér einnig um að gefa út tölur um verð á raforku. Þessir reikningar eru hýstir hér þrátt fyrir að þetta séu ekki beintengt umhverfistölfræði sem slíkri.