Umhverfi

Hagstofa Íslands stendur ekki fyrir sjálfstæðri gagnasöfnun um samgöngumál en fær upplýsingar frá Vegagerðinni, Samgöngustofu, Isavia og aðilum sem sjá um almenningssamgöngur. Samgöngustofa veitir upplýsingar um loftför úr loftfaraskrá sem er hin lögformlega skráning á eignarhaldi loftfara hér á landi, einnig veitir hún upplýsingar um ökutæki úr ökutækjaskrá ásamt gögnum um umferðarslys. Tölur um fjölda farþega innanlands koma frá Flugstoðum, en þær veita einnig upplýsingar um póst-, vöru- og farþegaflutninga milli landa. Gögn um farþegafjölda á höfuðborgarsvæðinu eru fengin frá Strætó bs. og Vegagerðin útvegar tölur um þjóðvegi landsins og umferð um þá.