Árið 1997 var tekinn upp nýr alþjóðlegur flokkunarstaðall fyrir menntun, ISCED97 (International Standard Classification of Education). Hann leysti af hólmi fyrri ISCED-staðal frá árinu 1976. ISCED byggist á tveimur megin flokkunarleiðum sem eru innbyrðis sjálfstæðar en saman segja til bæði um stig náms og menntunar, eftir stöðu þess í menntakerfinu frá leikskóla til doktorsgráðu, svo og um svið, eftir innihaldi náms.

Hagstofa Íslands hefur um árabil aflað gagna um íslenska skólakerfið og beitt alþjóðlega flokkunarstaðlinum ISCED við úrvinnslu gagna fyrir innlendar og alþjóðlegar samantektir um menntamál. ÍSNÁM2008 endurspeglar þetta flokkunarstarf mennta- og menningarmáladeildar Hagstofunnar. Það kom út í september 2008 og er bæði aðgengilegt í prentútgáfu og hér á vefnum.

Námsleiðir og námsgreinar eftir stigi, stefnu, áherslu og gráðu  samkvæmt ÍSNÁM2008 flokkun náms, ÍSMENNT2011 flokkun menntunarstöðu og ISCED2011 alþjóðaflokkun menntunar. Sýnd er flokkun náms og menntunar á Íslandi ofan grunnskóla árin 1997-2019.

ISCED kortlagning náms og menntunar. ISCED kortlagning náms og menntunar sýnir hvernig námsleiðir á Íslandi flokkast inn í alþjóðlegu menntunarflokkunina ISCED, bæði eldri útgáfu frá 1997 og endurskoðaða útgáfu frá 2011. Nýjasta útgáfa sýnir flokkunina og fjölda nemenda skólaárið 2021-2022.

Námsstigsflokkun ÍSNÁM - Yfirlit stiga  
Stigin eru 7: leikskólastig, barnaskólastig, unglingastig, framhaldsskólastig, viðbótarstig, háskólastig og doktorsstig.

Námssviðsflokkun ÍSNÁM -Svið með 4 stafa flokkun, það er með námsgreinum. 
Nám á Íslandi ofan grunnskóla 1997-2023.
Svið náms má greina niður á almenn svið, afmörkuð svið, einstök svið og námsgreinar.

 Almenn svið  

 Afmörkuð svið

 Einstök svið

 0 Almennt nám1  01 Almennt og/eða breitt grunnnám  010 Almennt og/eða breitt grunnnám
     08 Læsi og talnalæsi  080 Læsi og talnalæsi
     09 Persónuleg hæfni  090 Persónuleg hæfni
 1 Menntun  14 Kennaranám og menntunarfræði  140 Kennaranám og menntunarfræði (breiðar námsleiðir)
         (141)2 Kennsla og þjálfun=143+144+145+146
         142 Menntunarfræði
         143 Leikskólakennaranám
         144 Grunnskólakennaranám
         145 Sérgreinakennaranám
         146 Starfsmenntakennaranám
         149 Kennslufræði, ótilgreind
 2 Hugvísindi og listir  21 Listir  210 Listir (breiðar námsleiðir)
         211 Myndlist
         212 Tónlist og leiklist
         213 Fjölmiðlun, sjón- og hljóðtækni
         214 Hönnun
         215 Listiðnaður
     22 Hugvísindi 220 Hugvísindi (breiðar námsleiðir)
         221 Trúarbrögð
         222 Erlend tungumál
         223 Móðurmál
         (224) Sagnfræði, heimspeki og skyldar greinar=225+226
         225 Sagnfræði og fornleifafræði
         226 Heimspeki og siðfræði
         229 Hugvísindi, ótilgreind
 3 Félagsvísindi, 
viðskipti og lögfræði
 31 Félags- og atferlisvísindi  310 Félags- og atferlisvísindi (breiðar námsleiðir)
         311 Sálfræði
         312 Félags- og menningarfræði
         313 Stjórnmálafræði og borgararéttindi
         314 Hagfræði
         319 Félagsvísindi, ótilgreind
     32 Fjölmiðlafræði og upplýsingafræði  321 Fjölmiðlafræði og fréttamennska
         322 Bókasafns- og upplýsingafræði, bóka- og skjalavarsla
     34 Viðskipti og stjórnun  340 Viðskipti og stjórnun (breiðar námsleiðir)
         341 Heildsala og smásala
         342 Markaðssetning og auglýsingar
         343 Fjármál, bankastarfsemi og tryggingar
         344 Bókhald og skattlagning
         345 Rekstur og stjórnun
         346 Ritara- og skrifstofustörf
         347 Atvinnulífið
         349 Viðskipta- og hagfræði, ótilgreind
     38 Lögfræði  380 Lögfræði
 4 Raunvísindi, stærðfræði 
og tölvunarfræði
 42 Lífvísindi  420 Lífvísindi (breiðar námsleiðir)
         421 Líffræði og lífefnafræði
         422 Umhverfisfræði
     44 Eðlisvísindi  440 Eðlisvísindi (breiðar námsleiðir)
         441 Eðlisfræði
         442 Efnafræði
         443 Jarðvísindi
     46 Stærðfræði og tölfræði  461 Stærðfræði
         462 Tölfræði
     48 Tölvunarfræði  481 Tölvunarfræði
         482 Tölvunotkun
         499 Raunvísindi, ótilgreind
 5 Verkfræði, framleiðsla 
og mannvirkjagerð
 52 Verkfræði og tækni  520 Verkfræði og tækni (breiðar námsleiðir)
         521 Vélfræði og málmsmíði
         522 Rafmagn og orka
         523 Rafeindatækni og sjálfvirkni
         524 Efnanotkun og -vinnsla
         525 Vélknúin ökutæki, skip og flugför
         529 Verkfræði, ótilgreind
     54 Framleiðsla og vinnsla  540 Framleiðsla og vinnsla (breiðar námsleiðir)
         541 Matvælavinnsla
         542 Vefnaður, fatnaður, skófatnaður og leðurvörur
         543 Efnismeðferð (viður, pappír, plast og gler)
         544 Námugröftur og námuvinnsla
     58 Arkitektúr og byggingar  581 Arkitektúr og borgarskipulag
         582 Mannvirki og byggingarverkfræði
         599 Iðnnám, ótilgreint
 6 Landbúnaður og  dýralækningar  62 Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar  620 Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar (breiðar námsleiðir)
         621 Jarðræktar- og búfjárafurðir
         622 Garðrækt
         623 Skógrækt
         624 Fiskveiðar
     64 Dýralækningar  640 Dýralækningar
 7 Heilbrigði og velferð  72 Heilbrigði  720 Heilbrigði (breiðar námsleiðir)
         721 Læknisfræði
         (722) Heilbrigðisþjónusta = 725+726+727
         723 Hjúkrun og umönnun
         724 Tannlækningar
         725 Sjúkdómsgreining og meðferðartækni
         726 Meðferð og endurhæfing
         727 Lyfjafræði
         729 Heilbrigðisgreinar, ótilgreint
     76 Félagsþjónusta  761 Umönnun barna og æskulýðsþjónusta
         762 Félagsþjónusta og ráðgjöf
 8 Þjónusta 81  Einstaklingsþjónusta  810 Einstaklingsþjónusta (breiðar námsleiðir)
         811 Hótel, veitingahús og veisluþjónusta 
         812  Ferðir, ferðamennska og afþreying
         813 Íþróttir
         814 Heimilisþjónusta
         815 Hár- og snyrtiþjónusta
     84 Flutningaþjónusta  840 Flutningaþjónusta
     85 Umhverfisvernd  850 Umhverfisvernd (breiðar námsleiðir)
         851 Umhverfisverndartækni
         852 Náttúrulegt umhverfi og villt dýr
         853 Samfélagsleg hreinlætisþjónusta
     86 Öryggisþjónusta  860 Öryggisþjónusta (breiðar námsleiðir)
         861 Vernd einstaklinga og eigna
         862 Heilbrigði og öryggi á vinnustöðum
         863 Her og landvarnir

“0“ er notað sem þriðji stafur þegar aðeins er um að ræða eitt einstakt svið fyrir tilsvarandi afmarkað svið eða þegar skilgreina þarf samsett svið úr a.m.k. þremur einstökum sviðum og enginn þeirra er ríkjandi.

Nota skal “9“, “99“ eða “999“ í gagnasafni ef sviðið er óþekkt eða óskilgreint. 

  1 Hér er um að ræða almennt nám sem andstæðu við sérhæft nám en ekki sem andstæða starfsnáms. 

  Þessi flokkur (og aðrir flokkar í svigum) er notaður í námsgreinaflokkunarkerfi Eurostat og CEDEFOP yfir starfsmenntun og
   -þjálfun. Undirflokkar hans eru í þessari flokkun hafðir innan sviga.

ÍSNÁM byggist á ISCED 97 - Alþjóðlegu menntunarflokkuninni  (á ensku)