Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar hefur verið ákveðið, samanber áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2022, að allir opinberir aðilar birti gögn samkvæmt landshlutaskiptingu sveitarfélaga og sóknaráætlana. Landshlutaskipintg Hagstofunnar og Landmælinga Íslands eru átta landshlutar.




Samræmd skipting stjórnsýslunnar hefur ekki í för með sér neinar breytingar á opinberri skiptingu landsins og mun gögnum allra opinberra aðila verða skilað eftir skiptingu í landshluta þegar það á við eða eftir sveitarfélagi þegar það er hægt. Í einhverjum tilvika er eingöngu hægt að birta gögn samkvæmt skiptingu landsins í tvo hluta, þ.e. höfuðborgarsvæði og utan höfuðborgarsvæðis. Miðlun gagna samkvæmt samræmdri skiptingu stjórnsýslunnar tók gildi í janúar 2022.

Ákvörðunin um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar er tekin með hag íbúa og þjónustu við þá að leiðarljósi. Starfshópur með fulltrúum ráðuneyta og obinberra stofnana skilaði forsætisráðherra skýrslu í ágúst 2021.

Hagstofa Íslands mun styðja stofnanir við innleiðingu svæðisskiptingar eftir þörfum.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Magnúsdóttir sími: 528 1106.

Nánari upplýsingar um skiptingu sveitarfélaga innan hvers landshluta á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Landshlutaskipting Hagstofunnar er unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands.

Talnaefni um mannfjölda á Íslandi eftir landshlutum, sveitarfélögum og byggðarkjörnum.