FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 25. NÓVEMBER 2009

Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Ferðavenjurannsókn 2007-2008. Helstu niðurstöður eru að frá maí 2007 til apríl 2008 fóru landsmenn á aldrinum 16–74 ára í rúmlega 1,2 milljón ferðir innanlands og tæplega 400 þúsund ferðir erlendis. Gistinætur landsmanna á ferðalögum erlendis eru þó svipaðar og gistinætur á ferðalögum innanlands þar sem meðaldvalarlengd í hverri ferð innanlands var um 3 nætur en hver ferð erlendis var að jafnaði 9 nætur.

Algengasti áfangastaður ferða innanlands var á Suðurlandi og Vesturlandi og oftast var gist í sumar- eða orlofshúsi eða heima hjá vinum og ættingjum. Spánn, Bretland og Danmörk voru algengustu áfangastaðir á ferðum erlendis og í flestum tilvikum var gist á hóteli eða gistiheimili. Tilgangur ferða innanlands var yfirleitt til skemmtunar eða í 86% tilvika. Á ferðalögum erlendis voru 72% ferða skemmtiferðir og 26% viðskiptaferðir. Einstaklingar af tekjuhærri heimilum ferðuðust meira og almennt séð ferðuðust konur oftar en karlar þó svo að þeir hafi ferðast meira vegna viðskipta.

Ferðavenjurannsókn 2007-2008 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.