FRÉTT FYRIRTÆKI 25. APRÍL 2022

Miklar breytingar hafa orðið á veltu margra atvinnugreina frá ársbyrjun 2020 til ársbyrjun 2022 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum.

Frá og með mars 2020 var mikið um lokanir og takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins og því er athyglisvert að bera saman veltu í janúar-febrúar 2022 við sömu mánuði 2020, þ.e. fyrir faraldurinn. Á þessu tímabil hefur velta aukist mikið í flestum útflutningsgreinum en dregist saman þjónustugreinum. Þó virðist velta í þjónustugreinum vera að taka við sér eftir faraldurinn.

Gengisvísitala hækkaði um 4,4% frá janúar-febrúar 2020 til sömu mánaða 2022. Vísitala neysluverðs hækkaði um 10,4% á sama tímabili.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 23. febrúar sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, landbúnaði og skógrækt, talin vera 1.025,8 milljarðar króna í nóvember-desember 2021 sem var 30,19% hækkun frá sama tímabili árið 2020. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin vera 1.030,1 milljarðar sem er 30,75% hækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.

Aðrar hagtölur um svipað efniHagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.