Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, starfsemi ferðaskrifstofa og farþegaflutninga á vegum, var 716 milljarðar króna í september og október 2017 sem er 8,1% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Veltan jókst um 2,4% á tímabilinu nóvember 2016 til október 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar á undan. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og er nauðsynlegt að taka tillit til þess þegar velta frá og með 2016 er borin saman við fyrri ár.
Sú tímabundna breyting hefur verið gerð að nú eru birtar tölur yfir veltu í virðisaukaskattskyldri starfsemi án framleiðslu lyfja og efna til lyfjagerðar. Verið er að yfirfara og sannreyna gögn tengd þeirri atvinnugrein.
Tafla 1: Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna) | ||||||
Sept.-okt. 2016 | Sept.-okt. 2017 | Breyting, % | Nóv. 2015-okt. 2016 | Nóv. 2016-okt. 2017 | Breyting, % | |
Alls án lyfjaframleiðslu¹ | 681 | 738 | 8,3 | 4.009 | 4.132 | • |
Alls án lyfjaframleiðslu, ferðaskrifstofa og farþegaflutninga á vegum² | 662 | 716 | 8,1 | 3.906 | 4.002 | 2,4 |
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt³ | • | • | • | 51 | 51 | 0,4 |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 64 | 69 | 8,0 | 365 | 313 | -14,1 |
C-24 Framleiðsla málma | 32 | 39 | 19,9 | 201 | 216 | 7,5 |
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma | 68 | 69 | 2,1 | 395 | 403 | 2,1 |
D/E Veitustarfsemi | 27 | 29 | 7,9 | 161 | 168 | 4,3 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 50 | 61 | 21,6 | 266 | 318 | 19,3 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 24 | 26 | 9,8 | 160 | 170 | 6,3 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 44 | 40 | -10,1 | 235 | 191 | -18,6 |
G-4671 Olíuverslun | 20 | 24 | 20,2 | 109 | 121 | 11,3 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 56 | 58 | 4,7 | 340 | 344 | 1,0 |
G-47 Smásala | 69 | 76 | 9,9 | 423 | 447 | 5,8 |
H Flutningar og geymsla² | 73 | 82 | 12,3 | 429 | 445 | • |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 30 | 34 | 10,8 | 166 | 188 | 13,6 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 33 | 35 | 5,5 | 194 | 194 | 0,3 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 8 | 8 | -1,9 | 44 | 50 | 12,4 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur² | 16 | 19 | 16,4 | 85 | 108 | • |
Erlendir aðilar sem selja rafræna þjónustu | 1 | 1 | 117,0 | 2 | 7 | 170,2 |
Aðrar atvinnugreinar | 64 | 66 | 2,3 | 383 | 397 | 3,7 |
¹Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein. | ||||||
²Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, m.a. urðu hluti farþegaflutninga (bálkur H) og þjónusta ferðaskrifstofa virðisaukaskattsskyld. | ||||||
³Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar. |
Velta eftir virðisaukaskattsþrepum
Hærra þrep virðisaukaskatts, eða almennt þrep, er í dag 24%. Í þessu þrepi eru allar tegundir vöru og þjónustu sem ekki eru flokkaðar í öðrum þrepum samkvæmt lögum um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
Lægra þrep virðisaukaskatts er í dag 11% skv. 14. grein laga um virðisaukaskatt. Í þessu þrepi eru m.a. bækur, tímarit, hitaveita, rafmagn til húshitunar, matvara, þjónusta veitingahúsa, gistiþjónusta, farþegaflutningar innanlands (aðrir en áætlunarflutningar) og þjónusta ferðaskrifstofa. Áfengi er í lægra þrepi síðan 1. janúar 2016 en var áður í hærra þrepi.
Velta undanskilin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt: Ekki þarf að greiða virðisaukaskatt af þessari veltu, en þó er skylt að skila virðisaukaskattskýrslum og hægt er að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hefur verið greiddur til að afla tekna. Útflutningur á vöru og þjónustu er undanskilinn virðisaukaskatti. Sem dæmi um útflutta þjónustu má nefna millilandaflug og -siglingar; útflutning hugbúnaðarþjónustu; og utanlandsferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur selja. Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu eru einnig undanskildar virðisaukaskatti.
Þjónusta undanskilin virðisaukaskatti: Ýmiss konar þjónusta er að öllu leyti undanskilin virðisaukaskatti skv. 2. grein laga um virðisaukaskatt. Veltu í þess konar þjónustu á ekki að telja með í virðisaukaskattskýrslum og ekki er hægt að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem rekstraraðilar hafa greitt í tengslum við þessa þjónustu. Eðli máls samkvæmt er þjónusta af þessu tagi ekki talin með í hagtölum um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum. Sem dæmi um þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti má nefna almenningssamgöngur, aðra áætlunarflutninga innanlands, læknisþjónustu, íþróttastarfsemi, happdrætti og fasteignasölu.
Frekari upplýsingar um virðisaukaskatt má finna á heimasíðu Ríkisskattstjóra.
Tafla 2: Velta skv. virðisaukaskattskýrslum, á tímabilinu nóvember 2016-október 2017, eftir virðisaukaskattþrepum (milljarðar króna) | ||||
Velta undanþegin vsk | Lægra vsk-þrep | Hærra vsk-þrep | Alls | |
Alls án lyfjaframleiðslu¹ | 1.225 (30%) | 901 (22%) | 2.021 (49%) | 4.148 |
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt | 10 (19%) | 10 (20%) | 31 (61%) | 51 |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 210 (67%) | 89 (28%) | 15 (5%) | 313 |
C-24 Framleiðsla málma | 215 (99%) | 0 (0%) | 1 (1%) | 216 |
C Framleiðsla, án fiskvinnslu (C-102), lyfjaframleiðslu (C-21) og framleiðslu málma (C-24) | 93 (23%) | 136 (34%) | 175 (43%) | 403 |
D/E Veitustarfsemi | 7 (4%) | 25 (15%) | 137 (81%) | 168 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 5 (2%) | 1 (0%) | 311 (98%) | 318 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 8 (5%) | 0 (0%) | 161 (95%) | 170 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 143 (75%) | 39 (20%) | 9 (5%) | 191 |
G-4671 Olíuverslun | 28 (23%) | 6 (5%) | 87 (72%) | 121 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 29 (8%) | 89 (26%) | 226 (66%) | 344 |
G-47 Smásala | 19 (4%) | 188 (42%) | 240 (54%) | 447 |
H Flutningar og geymsla | 344 (77%) | 24 (5%) | 76 (17%) | 445 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 5 (3%) | 176 (93%) | 7 (4%) | 188 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 40 (20%) | 16 (8%) | 139 (71%) | 194 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 1 (2%) | 0 (1%) | 49 (98%) | 50 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 15 (14%) | 86 (80%) | 6 (6%) | 108 |
Erlend fyrirtæki í rafrænni þjónustu | 0 (0%) | 1 (11%) | 6 (88%) | 7 |
Aðrar atvinnugreinar | 39 (10%) | 14 (4%) | 344 (87%) | 397 |
¹Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein. |
Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í september var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, í maí og júní 2017 talin vera 752,7 milljarðar sem var 1,5% hækkun frá sömu mánuðum árið 2016. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 754,3 milljarðar sem er 1,8% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á þegar birtum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.
Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.
Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar