Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.375 milljarðar á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018, sem er 7,7% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu maí–júní 2018 var veltan 808 milljarðar eða 6,7% hærri en sömu mánuði árið áður.
Samdráttur í bílasölu og bílaleigu
Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja var 11,7% lægri á tímabilinu maí-júní 2018 en sömu mánuði 2017. Langmesta hluta lækkunarinnar (95%) má skýra með lækkun veltu í undirliðnum Sala vélknúinna ökutækja, þó ekki vélhjóla.
Á tímabilinu maí-júní 2018 voru 5.455 fólksbifreiðar nýskráðar, en það eru 1.522 (22%) færri en sömu mánuði 2017. Á sama tímabili voru nýskráðir bílaleigubílar 3.630 og er það fækkun um 1.893 (34%) miðað við árið áður. Því má skýra samdrátt í bílasölu með að bílaleigur kaupi færri bíla. Undanfarin ár hefur velta bílaleigufyrirtækja aukist mikið og nýskráðum bílaleigubílum fjölgað.
Meiri velta í framleiðslu málma
Mesta hækkun milli ára var í framleiðslu málma en í þeirri atvinnugrein jókst velta um 23% milli ára.
Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna) | ||||||
Maí-júní 2017 | Maí-júní 2018 | Breyting, % | Júlí 2016-júní 2017 | Júlí 2017-júní 2018 | Breyting, % | |
Alls án lyfjaframleiðslu¹ | 758 | 808 | 6,7 | 4.064 | 4.375 | 7,7 |
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt² | .. | .. | .. | 51 | .. | .. |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 55 | 59 | 8,4 | 315 | 349 | 10,8 |
C-24 Framleiðsla málma | 36 | 44 | 22,9 | 206 | 236 | 14,4 |
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma | 73 | 78 | 5,7 | 398 | 418 | 5,0 |
D/E Veitustarfsemi | 27 | 30 | 12,3 | 164 | 177 | 7,9 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 59 | 62 | 6,2 | 303 | 337 | 11,5 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 40 | 35 | -11,7 | 165 | 170 | 2,7 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 33 | 37 | 9,2 | 200 | 213 | 6,7 |
G-4671 Olíuverslun | 22 | 23 | 4,9 | 118 | 125 | 6,2 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 62 | 64 | 2,0 | 341 | 350 | 2,7 |
G-47 Smásala | 78 | 82 | 5,1 | 440 | 471 | 7,1 |
H Flutningar og geymsla | 81 | 93 | 15,1 | 432 | 482 | 11,5 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 34 | 35 | 1,1 | 184 | 193 | 4,7 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 33 | 38 | 13,3 | 193 | 209 | 8,3 |
L Fasteignaviðskipti | 13 | 15 | 14,9 | 79 | 85 | 8,7 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 11 | 10 | -11,4 | 50 | 51 | 2,5 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 20 | 21 | 6,6 | 104 | 110 | 5,8 |
Aðrar atvinnugreinar | 63 | 66 | 4,7 | 323 | 348 | 8,0 |
¹Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein.
²Margir bændur skila virðisaukaskattskýrlsu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Því eru ekki komnar áreiðanlegar tölur um veltu í landbúnaði og skógrækt fyrri helming árs 2018.
Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í júlí var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 694,1 milljarðar króna í mars og apríl 2018, sem var 7,2% hækkun frá sömu mánuðum árið 2017. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 695,3 milljarðar, sem er 7,4% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á áður útgefnum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.
Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.
Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar