FRÉTT LAUN OG TEKJUR 23. MARS 2012

Launavísitala í febrúar 2012 er 427,1 stig og hækkaði um 2,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,3%.

Launavísitala 2011–2012
Desember 1988=100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrra mánuði, %
Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2011
Febrúar 383,9 0,2 1,6 2,3 4,2
Mars 385,2 0,3 2,2 2,4 4,4
Apríl 385,6 0,1 2,5 2,0 4,4
Maí 389,9 1,1 6,4 4,0 5,3
Júní 405,0 3,9 22,2 11,8 7,1
Júlí 409,1 1,0 26,7 14,0 7,8
Ágúst 409,7 0,1 21,9 13,9 8,0
September 412,8 0,8 7,9 14,8 8,4
Október 415,7 0,7 6,6 16,2 8,9
Nóvember 416,9 0,3 7,2 14,3 9,0
Desember 418,2 0,3 5,3 6,6 9,2
2012
Janúar 418,2 0,0 2,4 4,5 9,1
Febrúar 427,1 2,1 10,2 8,7 11,3
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

Kaupmáttur launa hefur aukist um 4,6% síðustu 12 mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í febrúar er 112,0 stig og hækkar um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,6%.

Kjarasamningar á tímabilinu
Í launavísitölu febrúarmánaðar gætir áhrifa hækkana sem kveðið var á um í kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 5. maí 2011. Í þeim  var kveðið á um hækkun á kjarasamningsbundnum kauptöxtum um 11.000  krónur á mánuði og almenna hækkun launataxta um 3,5% hinn 1. febrúar 2012.

Í sömu samningum var kveðið á um 50.000 króna eingreiðslu sem kom til hækkunar á launavísitölu í maí 2011. Í launavísitölu febrúarmánaðar gætir ekki lengur áhrifa þessarar eingreiðslu. Nánar um áhrif eingreiðslna á launavísitölu vegna kjarasamninga má finna í minnisblaði sem fylgir fréttinni.

Minnisblað um áhrif eingreiðslna á launavísitölu
Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.