FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 13. NÓVEMBER 2018

Þann 27. febrúar sl. birti Hagstofa Íslands í fyrsta sinn tölfræði um vinnumagn sem byggir á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga. Birti Hagstofan þá sömuleiðis í fyrsta skipti tölfræði um framleiðni vinnuafls hér á landi. Er því um að ræða nýja tölfræði en ekki leiðréttingu á áður útgefnum tölum. Nýjar tölur eru velkomin viðbót við tölur vinnumarkaðsrannsóknar þar sem áhersla er lögð á að fanga stöðu einstaklinga á vinnumarkaði.

Í frétt sem Hagstofan birti af þessu tilefni er að finna ítarlega umfjöllun um niðurstöður og samanburð á ólíkri aðferðafræði við mat á fjölda vinnustunda.

Samhliða útgáfu fréttar um nýja tölfræði hélt Hagstofa Íslands kynningarfund þar sem öllum helstu hagmunaaðilum og notendum hagtalna var boðið, þar á meðal fulltrúum aðila vinnumarkaðarins.

Í ritinu Peningamál sem Seðlabanki Íslands gaf út í maí er að finna svokallaða rammagrein sem fjallar um hina nýju útgáfu og samanburð ólíkra aðferða í alþjóðlegu samhengi.

Í umfjöllun um þetta málefni hefur verið vísað í tölfræði um fjölda vinnustunda á vef OECD, en í skýringum með töflunum segir OECD m.a að niðurstöðurnar henti til samanburðar á þróun umræddra stærða yfir tíma en vegna ólíkra forsendna, gagna og aðferða, séu tölurnar ekki ætlaðar til að bera sama fjölda vinnustunda á milli ríkja.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.