Vísitala framleiðsluverðs í desember 2013 var 198,8 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og lækkaði um 2,3% frá nóvember 2013. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 249,5 stig, sem er lækkun um 2,4% (vísitöluáhrif -0,9%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 190,2 stig, lækkaði um 7,0% (-2,3%). Vísitalan fyrir matvæli lækkaði um 0,3% (-0,1%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 5,7% (1,0%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 2,2% (0,5%) milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um
3,7% (-2,8%).

Miðað við desember 2012 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 7,1% og verðvísitala sjávarafurða lækkað um 7,5%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 15,8% en matvælaverð hefur hækkað um 3,5%.

Breyting frá fyrri mánuði (%)
Vísitala  Afurðir  Innlend Útfluttar
  framleiðsluverðs Sjávarafurðir stóriðju Matvæli sala afurðir
2012
Desember -1,1 -0,1 -2,0 -0,3 -1,1 -1,1
2013
Janúar 4,3 0,5 8,7 0,6 1,8 5,0
Febrúar -2,8 -3,1 -2,4 0,7 -1,1 -3,3
Mars -1,4 -3,6 -1,6 1,0 1,1 -2,2
Apríl -5,9 -4,3 -10,9 -0,1 -1,0 -7,4
Maí 0,6 1,7 -0,3 0,3 1,0 0,7
Júní 0,5 1,4 -0,6 -0,5 0,3 0,6
Júlí -0,2 -0,1 -0,1 -0,1 -0,3 -0,1
Ágúst -2,8 -0,6 -5,1 -0,2 -1,9 -3,1
September 2,9 1,6 3,3 0,5 2,7 3,0
Október -0,8 0,5 -2,6 1,5 -0,2 -1,0
Nóvember 0,9 0,8 2,9 0,1 -0,5 1,4
Desember -2,3 -2,4 -7,0 -0,3 2,2 -3,7

Breyting frá fyrra ári (%)
Vísitala  Afurðir  Innlend Útfluttar
  framleiðsluverðs Sjávarafurðir stóriðju Matvæli sala afurðir
2012
Desember 1,2 1,2 -0,4 2,9 1,1 1,1
2013
Janúar 4,4 0,1 8,0 3,3 2,0 5,0
Febrúar -0,4 -2,3 0,2 4,1 0,6 -0,8
Mars -4,4 -7,8 -5,7 5,3 1,1 -6,1
Apríl -10,5 -12,8 -15,9 4,6 -0,4 -13,5
Maí -7,6 -9,8 -11,8 4,7 0,4 -10,0
Júní -6,0 -7,8 -10,5 4,5 0,8 -8,1
Júlí -2,9 -6,3 -4,5 2,4 1,1 -4,2
Ágúst -3,0 -3,6 -5,1 2,9 -1,4 -3,5
September -1,9 -5,2 -2,6 2,2 1,8 -3,1
Október -6,4 -5,3 -14,7 3,6 2,6 -9,0
November -5,9 -5,3 -11,2 3,5 0,8 -7,8
Desember -7,1 -7,5 -15,8 3,5 4,1 -10,3

Talnaefni