Vísitala byggingarkostnaðar í janúar 2022 hækkar um 0,3% frá fyrri mánuði. Kostnaður við innflutt efni jókst um 0,2% og innlent efni um 0,3%. Launakostnaður eykst um 0,2%. Kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun eykst um 0,1%.

Vísitala byggingarkostnaðar er nú birt í síðasta sinn á grundvelli laga um vísitölu byggingarkostnaðar nr. 42/1987 en lögin falla úr gildi 31. desember 2021. Vísitala byggingarkostnaðar verður næst birt þann 24. janúar 2022 en þá á grundvelli laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007 eins og áður var greint frá í frétt stofnunarinnar frá 24. september 2021.

Talnaefni