FRÉTT VERÐLAG 17. MAÍ 2005

Vísitala framleiðsluverðs fyrir 1. ársfjórðung 2005 er 96,9 stig, 3,4% lægri en á 4. ársfjórðungi 2004.  Verðvísitala sjávarafurða er 94,8 stig og lækkar um 4,2% (vísitöluáhrif hennar eru -1,75%). Verðvísitala annarrar iðnaðarframleiðslu er 98,5 stig og lækkar um 2,9% (vísitöluáhrif -1,67%)¹. 

Vísitala framleiðsluverðs var fyrst birt fyrir 1. ársfjórðung 2004.  Frá fyrstu birtingu hefur vísitalan lækkað um 1,3% (úr 98,1 stigi).  Verðvísitala sjávarafurða hefur lækkað um 1,4% (úr 96,1 stigi, vísitöluáhrif -0,52%) og verðvísitala annarrar iðnaðarframleiðslu hefur lækkað um 1,2% (úr 99,8 stigum, vísitöluáhrif -0,75%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir 1. ársfjórðung 2005 er reist á nýjum grunni sem byggir á framleiðsluverðmæti íslenskra fyrirtækja árið 2003 eins og það er mælt í árlegri könnun Hagstofunnar (sjá: Iðnaður )2.  Frá 1. ársfjórðungi 2004 var vísitalan reist á grunni sem byggði á framleiðsluverðmæti íslenskra fyrirtækja árið 2002.  Grunnur vísitölunnar er endurskoðaður árlega í samræmi við nýjustu upplýsingar um framleiðsluverðmæti með það að markmiði að vísitalan endurspegli eins vel og kostur er samsetningu íslenskrar framleiðslu á hverjum tíma.  Endurskoðun grunnsins breytir eingöngu þeim vigtum sem einstakar verðbreytingar hafa í vísitöluútreikningunum en veldur ekki ein og sér breytingum á vísitölunni. 

  1. Allir útreikningar eru miðaðir við tölur með fullum aukastöfum.  Vegna styttingar aukastafa kann að skapast ósamræmi milli birtra talna.  
  2. Vísitala framleiðsluverðs nær yfir ÍSAT95 bálka C (námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu) og  D (iðanður)  að undaskildum flokkum 22.1 (útgáfustarfsemi), 35.1 (skipa og bátasmíði) og 35.3 (smíði og viðgerðir loftfara og geimfara).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.