FRÉTT VERÐLAG 28. ÁGÚST 2020

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágúst 2020, er 485,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,46% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 415,3 stig og hækkar um 0,46% frá júlí 2020.

Sumarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,4% (áhrif á vísitöluna 0,11%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,09%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í ágúst 2020, sem er 485,1 stig, gildir til verðtryggingar í október 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.578 stig fyrir október 2020.

Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020
Maí 1988 = 100 Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala Breytingar í
hverjum mánuði, %
Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu12 mánuði, %
2019
Ágúst470,10,33,41,83,13,2
September470,50,11,00,62,23,0
Október472,20,44,42,92,22,8
Nóvember472,80,11,52,32,12,7
Desember473,30,11,32,41,52,0
2020
Janúar469,8-0,7-8,5-2,00,41,7
Febrúar474,10,911,61,11,72,4
Mars475,20,22,81,62,02,1
Apríl477,50,56,06,72,32,2
Maí480,10,56,75,23,12,6
Júní482,20,45,46,03,82,6
Júlí482,90,11,84,65,73,0
Ágúst485,10,55,64,24,73,2

Mæling vísitölu neysluverðs í ljósi aðstæðna vegna Covid-19
Mæling og útreikningur á vísitölu neysluverðs í ágúst gekk að mestu eðlilega en þó vantar enn nokkrar verðmælingar.

Fjallað var ítarlega um þær áskoranir sem urðu við verðmælingar vísitölu neysluverðs vegna Covid-19 í frétt um vísitölu neysluverðs í apríl 2020. Hagstofa Íslands minnir einnig á upplýsingavefinn „Spurt og svarað um vísitölu neysluverðs“.

Það er mat Hagstofu Íslands að í ágúst hafi um 2% af grunni vísitölu neysluverðs verið metinn þar sem þjónustu var aflýst eða mælingar vantar vegna afleiðinga Covid-19.

Fyrirhugaðar breytingar á framsetningu efnis í veftöflum
Hagstofa Íslands undirbýr nú breytingar á töflum með talnaefni um vísitölu neysluverðs. Breytingarnar munu snúa að framsetningu efnis í töflunum og kóðun sem nota má til sjálfvirkra tenginga við töflurnar (API). Talnaefnið sjálft verður áfram hið sama og áður.

Af þessu tilefni vill Hagstofa Íslands bjóða notendum talnaefnisins að rýna hina nýju uppsetningu áður en hún verður endanlega tekin í notkun. Rýni frá notendum er vel þegin, hvort heldur sem er frá notendum sem sækja gögn handvirkt eða þeim sem nota API-þjónustu Hagstofunnar.

Til að óska eftir þátttöku í rýnihópi er hægt að senda tölvupóst á neysluverd@hagstofa.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og örstutt lýsing á því hvernig notkun talnaefnisins er háttað. Greint verður frá því í frétt um vísitölu neysluverðs áður en fyrirhugaðar breytingar taka gildi.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.