Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2020, er 482,2 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,44% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 412,7 stig og hækkar um 0,51% frá maí 2020.
Verð á mat og drykkjavörum hækkaði um 1,0% (áhrif á vísitöluna 0,15%). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,4% (0,06%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2020, sem er 482,2 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.521 stig fyrir ágúst 2020.
Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Vísitala | Breytingar í hverjum mánuði, % | |||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu12 mánuði, % | |||
2019 | ||||||
Júní | 469,8 | 0,4 | 4,7 | 3,9 | 2,6 | 3,3 |
Júlí | 468,8 | -0,2 | -2,5 | 1,6 | 3,0 | 3,1 |
Ágúst | 470,1 | 0,3 | 3,4 | 1,8 | 3,1 | 3,2 |
September | 470,5 | 0,1 | 1,0 | 0,6 | 2,2 | 3,0 |
Október | 472,2 | 0,4 | 4,4 | 2,9 | 2,2 | 2,8 |
Nóvember | 472,8 | 0,1 | 1,5 | 2,3 | 2,1 | 2,7 |
Desember | 473,3 | 0,1 | 1,3 | 2,4 | 1,5 | 2,0 |
2020 | ||||||
Janúar | 469,8 | -0,7 | -8,5 | -2,0 | 0,4 | 1,7 |
Febrúar | 474,1 | 0,9 | 11,6 | 1,1 | 1,7 | 2,4 |
Mars | 475,2 | 0,2 | 2,8 | 1,6 | 2,0 | 2,1 |
Apríl | 477,5 | 0,5 | 6,0 | 6,7 | 2,3 | 2,2 |
Maí | 480,1 | 0,5 | 6,7 | 5,2 | 3,1 | 2,6 |
Júní | 482,2 | 0,4 | 5,4 | 6,0 | 3,8 | 2,6 |
Mæling vísitölu neysluverðs í ljósi aðstæðna vegna Covid-19
Mæling og útreikningur á vísitölu neysluverðs í júní gekk eðlilega fyrir sig að undanskildu því sem tengist samgöngum til og frá landinu.
Fjallað var ítarlega um þær áskoranir sem urðu við verðmælingar vísitölu neysluverðs vegna Covid-19 í frétt um vísitölu neysluverðs í apríl 2020. Hagstofa Íslands minnir einnig á upplýsingavefinn „Spurt og svarað um vísitölu neysluverðs“.
Það er mat Hagstofu Íslands að nú í júní hafi um 3% af grunni vísitölu neysluverðs verið metinn þar sem þjónustu var aflýst vegna Covid-19.