TALNAEFNI VINNUMARKAÐUR 27. MARS 2024

Í febrúar 2024 voru 8.200 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,5%, hlutfall starfandi var 78,4% og atvinnuþátttaka 81,3%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi minnkaði um 0,7 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um 0,6 prósentustig en atvinnuþátttaka stóð nánast í stað.

Breytt aðferð og mat á íbúafjölda á Íslandi sýnir að nokkur þörf er á að endurskoða áætlaðan mannfjölda í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar (vogir rannsóknarinnar). Því ber að líta á þær tölur sem birtar hafa verið fyrir árið 2024 sem bráðabirgðatölur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.