Haldið er upp á Evrópska tölfræðidaginn 20. október næstkomandi en yfirskrift hans í ár er „Official Statistics, a window for understanding society” sem mætti útleggja á íslensku sem „Opinberar hagtölur, leið til þess að skilja samfélagið“. Markmið dagsins er að vekja athygli á því hversu miklu máli evrópskar hagtölur skipta fyrir lýðræðissamfélög og um leið mikilvægi þeirrar vinnu sem unnin er af hagstofum álfunnar og starfsfólki þeirra.
Í tilefni dagsins birtir Hagstofa Íslands nýja launaleit sem gerir fólki kleift að skoða og bera saman laun eftir starfaflokkun.