Frá og með 17. september 2015 hefur verið tekið upp nýtt verklag um sérvinnslur hjá Hagstofu Íslands. Hægt er að óska eftir sérvinnslu á gögnum umfram það sem birt er á vef Hagstofunnar. Allar sérvinnslur eru gjaldskyldar og greitt er fyrir þær samkvæmt gjaldskrá Hagstofu Íslands. Hægt er að óska eftir sérvinnslu á vef Hagstofunnar. Hagstofa Íslands mun að sjálfsögðu styðja við og upplýsa um allar birtar Hagtölur. Þessar breytingar á verklagi snúa þannig eingöngu að sérvinnslu utan framleiðslu birtra hagtalna. Markmiðið með þessum breytingum er að jafna og bæta þjónustu við notendur á þessu sviði.
Nánari upplýsingar um gjaldskyldu má nálgast hér.