Öll myndrit/töflur/kort eru nú gagnvirk á vef Hagstofunnar og er notendum frjálst að nýta sér þau til eigin nota, t.d. á eigin vefi, í kynningar eða útgáfur. Hægt er að hlaða þeim niður sem mynd (PNG), CSV-skrá eða sem PDF-skjal. Forritið Datawrapper er notað við myndræna framsetningu á vef Hagstofunnar.




Boðið er upp á nokkra möguleika fyrir neðan hvert myndrit/töflu/kort:


Grunngögn
Vísar á hvar grunngögnin eru á vefnum. Vísað er beint á töflurnar á vefnum (px-tafla), nema ef gögnin eru úr fleiri en einni töflu þá er vísað talnaefnissíðu þar sem töflurnar sem byggt er á er að finna.

Sækja gögn
Sækir gögnin á bak við myndritið/töfluna/kortið sem CSV-skrá. Leiðbeiningar um hvernig CSV-skrá er breytt í Excel-skrá.

Birta á eigin vef
Sækir kóða (embedded code) sem hægt er að nota á öðrum vefjum. Myndritið/taflan/kortið er þá beintengt og uppfærist sjálfkrafa ef einhverjar breytingar eru gerðar á því hjá Hagstofunni. Grafið heldur gagnvirkni sinni yfir á aðra vefi.

Sækja mynd
Sækir sem PNG-mynd.

Sækja PDF
Sækir sem PDF-skjal. Mest notað til þess að setja inn í PDF-skjöl eða skjöl sem á að prenta. Hentugt fyrir prentmiðla.


Efni í fréttum, sem birt er sem myndrit/tafla/kort á vefnum, uppfærist ekki (nema leiðrétta þurfi efnið). Það er gögnin halda sér eins og þau voru þegar fréttin var gefin út. En myndrit á síðum með talnefni, eins og t.d. á þessari síðu um mannfjölda, eru beintengd og uppfærast því sjálfkrafa þegar ný gögn eru gefin út.


Öll myndrit/töflur/kort eru merkt með lógói Hagstofu Íslands og er öllum heimil afnot af þeim.