Gistiskýrslur
- Vefskil (Kennslumyndband)
Hér er gistiskýrslum skilað rafrænt með því að fylla út form á vef Hagstofunnar. Gögn sem slegin eru inn flytjast milliliðalaust inn í gagnagrunn Hagstofunnar. Einungis þarf að sækja um notandanafn og aðgangsorð einu sinni til þess að nota vefskil. Það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið gistiskyrslur[hja]hagstofa.is . Sett hefur verið upp örstutt kennslumyndband um hvernig á að nota vefskilin.
- Eyðublað
Eyðublaðið er eingöngu ætlað þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki notað vefskil. Eyðublaðið er á PDF-sniði og leiðbeiningar um útfyllingu þess eru inni á eyðublaðinu sjálfu. Fylla má út skjalið á tölvuskjá og senda sem viðhengi í tölvupósti eða prenta út og senda með venjulegum pósti eða bréfasíma. Athugið að vefskil eru auðveldari kostur en útfylling eyðublaðsins og mælist Hagstofan til þess að vefskil séu heldur notuð en eyðublaðið.
- XML vefskil útgáfa 2.0
Besta leiðin fyrir stærri fyrirtæki er að skila inn skýrslum á XML sniði. Þessi útgáfa skilar svari á XML formi í stað einstaks textastrengs, eins og fyrri útgáfa gerði.
Skema fyrir XML skjal er að finna á slóðinni https://hagstofa.is/schema/innsofnun/gistiskyrslur/v02/gistiskyrslur_v02.xsd
Skema fyrir skilaaðila og tengiliði (sem gistiskýrslu-skemað vísar í) er á slóðinni https://www.hagstofa.is/schema/innsofnun/gistiskyrslur/v02/tengilidur.xsd
Slóð á vefþjónustuna er https://services.hagstofa.is/wsdl.aspx?service=gistiskyrslur_v02
Leiðbeiningar um notkun vefþjónustu og XML Skema
TestConsole til að nota við þróun á lausnum og prófanir móti þjónustunni.
Leiðbeiningar (á ensku) um notkun vefþjónustu og XML skema
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Jóhannesdóttir í síma 528 1227.