Launagreiðendur 4,3% færri í október 2020 en 2019
Launagreiðendum í viðskiptahagkerfinu fækkaði um 633 (-4,3%) frá október 2019 til október 2020. Í október 2020 voru 334 fyrirtæki í viðskiptahagkerfinu með a.m.k. 50 launþega og hefur þeim fækkað um 68 (-16,9%) frá október 2019. Talnaefni hefur verið uppfært.