Launasumma í ferðaþjónustu tekur kipp
Staðgreiðsluskyldar launagreiðslur hækkuðu um 3,3% á milli febrúar og mars 2022. Hækkunin var mest áberandi í greinum tengdum ferðaþjónustu, um 11,4% í flutningum með flugi, 10,0% í rekstri gististaða og 8,8% í ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu. Á milli mars og apríl 2022 var hækkun á staðgreiðsluskyldum launagreiðslum um 1,3% en hækkunin var áfram mest í ferðatengdum greinum eins og rekstri gististaða, veitingasölu og þjónustu.