FRÉTT FYRIRTÆKI 10. OKTÓBER 2016

Á 12 mánaða tímabili, frá september 2015 til ágúst 2016, voru að jafnaði 16.386 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 585 (3,7%) frá síðustu 12 mánuðum á undan. Frá september 2015 til ágúst 2016 greiddu launagreiðendur að meðaltali um 177 þúsund einstaklingum laun sem er aukning um 7,5 þúsund (4,4%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Launagreiðendur með færri en 10 launþega á sínum vegum voru tæplega 14 þúsund í ágúst síðastliðnum. Til samanburðar voru launagreiðendur með 10 eða fleiri launþega ríflega 2.700.

Skipt eftir atvinnugreinum hefur launþegum fjölgað mikið á milli ára hjá launagreiðendum í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Launþegum hefur hins vegar fækkað í greinum tengt sjávarútvegi , fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu. Í ágúst voru um 27.600 launþegar hjá launagreiðendum í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði þeim fjölgað um 3.800 eða um 16% samanborið við ágúst 2015. Launþegum í byggingarstarfsemi hefur á sama tíma fjölgað um 1.500 eða um 15%. Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun, slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og skapandi greinum svo dæmi séu tekin.

Tafla 1: Fjöldi launagreiðenda og launþega í ágúst 2016  
  Fjöldi launagreiðenda Hlutfall af heildarfjölda launagreiðenda Þúsundir launþega
<5 launþegar 11.831 71% 19,2
5-9 launþegar 2.034 12% 13,2
10-49 launþegar 2.101 13% 41,6
50-100 launþegar 303 2% 20,9
>100 launþegar 309 2% 106,4
Samtals¹ 16.578 100% 188,3

¹ Þar sem sumir launþegar vinna hjá fleiri en einum atvinnurekenda er heildarfjöldi launþega minni en summan af fjölda launþega í einstökum flokkum.

Tafla 2: Fjöldi laungagreiðenda og launþega í nokkrum atvinnugreinum          
  Fjöldi launagreiðenda Fjöldi launþega (þúsundir)
    ágúst 2016 ágúst 2015 Breyting (%)
Allar atvinnugreinar 16.578 188,3 181,1 7,3 4%
Viðskiptahagkerfið (ÍSAT nr. 03-82, 90-96) 12.512 128,6 120,9 7,7 6%
Sjávarútvegur (ÍSAT nr. 031, 102) 693 9,8 10,3 -0,5 -5%
Framleiðsla án fiskvinnslu (ÍSAT nr. 03-33 án 102) 1.000 17,8 17,2 0,6 3%
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (ÍSAT nr. 41-43) 2.372 11,1 9,6 1,5 16%
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 45-47) 2.238 26,5 25,5 1 4%
Fjármála- og vátryggingastarfsemi (ÍSAT nr. 64-66) 380 6,6 6,6 0 0%
Fræðslustarfsemi og opinber stjórnsýsla (ÍSAT nr. 84-85) 543 42,6 43,7 -1,1 -3%
Heilbrigðis- og umönnunarþjónusta (ÍSAT nr. 86-88) 1.047 16,4 16,3 0,1 1%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79) 1.672 27,6 23,8 3,8 16%
Tækni- og hugverkaiðnaður (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325, 53, 58, 60-63, 72) 847 12,8 12,7 0,1 1%
Skapandi greinar (ÍSAT nr. 58, 5914, 592, 60, 6201-6202, 742-743, 8552, 90, 9101-9102) 911 7,4 7,4 0 0%

Birting
Birting upplýsinga um fjölda launagreiðenda og þeirra launþega er ný tölfræði sem verður framvegis uppfærð mánaðarlega. Tölfræðin byggir á staðgreiðslugögnum og eru launagreiðendur flokkaðir eftir atvinnugrein (ÍSAT2008) samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands.

Skekkjuvaldar og endurskoðun hagtalna
Tölur eru bráðabirgðatölur. Þar sem byggt er á staðgreiðslugögnum getur verið vanmat í nýjustu tölum þegar launagreiðendur skila ekki inn upplýsingum tímalega. Meðal annarra skekkjuvalda má nefna orlofsgreiðslur til fyrrverandi starfsmanna.

Þegar nýjar tölur eru birtar verða jafnframt birtar endurskoðaðar tölur fyrir fyrri tímabil.

Nánari lýsingu á skekkjuvöldum, áhrifum þeirra og og endurskoðun birtra talna má finna í lýsigögnum.

Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggja á skattframtölum gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina. Nýjasta rekstrar- og efnahagsyfirlit.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.