Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu. Ný fréttatilkynning var gefin út í staðinn.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2020, er 480,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,65% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 411,1 stig og hækkar um 1,01% frá apríl 2020.
Reiknuð húsaleiga lækkaði um 0,6% (áhrif á vísitöluna -0,11%). Verð á mat og drykkjavörum hækkaði um 1,6% (0,24%). Húsgögn og heimilisbúnaður hækkaði um 2,9% (0,16%) og verð á nýjum bílum hækkaði um 3,7% (0,2%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2020, sem er 480,6 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.489 stig fyrir júlí 2020.
Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Vísitala | Breytingar í hverjum mánuði, % | |||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
2019 | ||||||
Maí | 468,0 | 0,2 | 2,6 | 4,5 | 3,3 | 3,6 |
Júní | 469,8 | 0,4 | 4,7 | 3,9 | 2,6 | 3,3 |
Júlí | 468,8 | -0,2 | -2,5 | 1,6 | 3,0 | 3,1 |
Ágúst | 470,1 | 0,3 | 3,4 | 1,8 | 3,1 | 3,2 |
September | 470,5 | 0,1 | 1,0 | 0,6 | 2,2 | 3,0 |
Október | 472,2 | 0,4 | 4,4 | 2,9 | 2,2 | 2,8 |
Nóvember | 472,8 | 0,1 | 1,5 | 2,3 | 2,1 | 2,7 |
Desember | 473,3 | 0,1 | 1,3 | 2,4 | 1,5 | 2,0 |
2020 | ||||||
Janúar | 469,8 | -0,7 | -8,5 | -2,0 | 0,4 | 1,7 |
Febrúar | 474,1 | 0,9 | 11,6 | 1,1 | 1,7 | 2,4 |
Mars | 475,2 | 0,2 | 2,8 | 1,6 | 2,0 | 2,1 |
Apríl | 477,5 | 0,5 | 6,0 | 6,7 | 2,3 | 2,2 |
Maí | 480,6 | 0,6 | 8,1 | 5,6 | 3,3 | 2,7 |
Mæling vísitölu neysluverðs í ljósi aðstæðna vegna Covid-19
Mæling og útreikningur á vísitölu neysluverðs í maí gekk vel fyrir sig. Þar sem stjórnvöld náðu að aflétta miklu af þeim takmörkunum sem gripið var til í því skyni að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 gátu verslanir og fyrirtæki, sem höfðu þurft að loka af þeim sökum, opnað á ný. Því var greiðara um öflun gagna en áður.
Fjallað var ítarlega um þær áskoranir sem urðu við verðmælingar vísitölu neysluverðs vegna Covid-19 í frétt um vísitölu neysluverðs í apríl 2020. Hagstofa Íslands minnir einnig á upplýsingavefinn „Spurt og svarað um vísitölu neysluverðs“.
Það er mat Hagstofu Íslands að nú í maí hafi um 5% af grunni vísitölu neysluverðs verið metinn þar sem verðmælingum varð ekki við komið vegna tímabundinna lokana í ljósi Covid-19.
Hagstofa Íslands hefur unnið í samstarfi við hagstofur í allri Evrópu og Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, að samræmdri nálgun við verðmat á vörum og þjónustu sem verið hafa í takmörkuðu framboði eða ófáanlegar vegna þeirrar stöðu sem uppi hefur verið enda verið að glíma við sömu viðfangsefni í öðrum löndum.
Leitast er við í allri þeirri vinnu að mæla verðlag eins nákvæmlega og unnt er hverju sinni. Þar sem fram koma mikil frávik frá eðlilegri verðþróun er tekið á því sérstaklega og því eru ekki reiknuð verðstökk í neysluflokkum þar sem viðskipti eru lítil eða engin.