Atvinnuvegir

Vísindi og tækni nær yfir rannsóknir, þróun og nýsköpun, en frá og með árinu 2014 er gögnum safnað árlega: annað hvert ár fyrir rannsóknir og þróun á sviði fyrirtækja, háskólastofnana, opinberra stofnana og sjálfseignarstofnana; og annað hvert ár fyrir nýsköpunarvirkni fyrirtækja. Fylgja báðar þessar framkvæmdir alþjóðlegum stöðlum og eru niðurstöður því samanburðarhæfar milli landa. Niðurstöður Íslands birtast einnig í útgáfum Eurostat og OECD.