Manntal
Manntalið veitir upplýsingar um kyn, aldur, hjúskaparstétt, uppruna, lengd dvalar, búsetu, menntun, atvinnustöðu, atvinnugrein, starfsstétt, fjölskyldur og heimili. Að auki eru í manntalinu upplýsingar um fjölda fólks á stofnanaheimilum og fjölda heimilislauss fólks og fólks í húsnæðishraki. Manntalið nær einnig til húsnæðis, svo sem eignar- eða leigubúsetu, stærðar húsnæðis og fleira. Hinn 31. desember 2011 tók Hagstofa Ísland fyrsta rafræna manntalið á Íslandi. Manntalið er að öllu leyti sambærilegt við manntal sem tekið hefur verið í öllum Evrópulöndum og var gerð þess styrkt af Evrópusambandinu.
Aðferðir og flokkun
Aðrir vefir
- Manntal 31. janúar 1981 12. SEPTEMBER 2023
- Manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021 14. NÓVEMBER 2022
- Hagskýrslusvæði í manntalinu 2021 15. OKTÓBER 2020
- Manntalið 2011: Eldri borgarar 1. SEPTEMBER 2015
- Manntalið 2011: Stofnanaheimili og heimilislausir 24. ÁGÚST 2015