Kórónuveira - Covid-19
Hér er safnað saman tölulegum upplýsingum sem varpa ljósi á áhrif kórónuveirunnar (Covid-19) á íslenskt samfélag. Síðan er uppfærð þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Fréttir og talnaefni
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í nóvember 2020
Fjöldi gistinátta á hótelum í október síðastliðnum voru 37.000 samkvæmt áætluðum tölum sem er 91% fækkun samanborið við október í fyrra. Þar af er áætlað að gistinætur greiddar af Íslendingum hafi verið 26.000 (-35%) og erlendar gistinætur hafi verið 11.000 (-97%).
Tilraunatölfræði: Sala á eldsneyti í september um 13% minni en í fyrra
Eldsneytissala í september 2020 var um 28,2 þúsund rúmmetrar samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi sala er umtalsvert minni (13,6%) en salan í september 2019 sem var 32,6 þúsund rúmmetrar. Stór hluti eldsneytissölu í fyrra var á erlend greiðslukort, eða um 18%, á meðan að aðeins um 2% af sölu þessa árs hefur verið með þeim greiðslumáta.
Tilraunatölfræði: Losun frá hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi 20,6% minni en 2019
Losun hitunargilda (CO2-ígildi) frá hagkerfi Íslands á þriðja ársfjórðungi 2020 var 1.460 kílótonn samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi losun er 20,6% minni en losun á sama ársfjórðungi 2019 þegar hún var 1.840 kílótonn.
Vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu átta mánuði ársins neikvæður um 2,3 milljarða
Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði var áætlaður 44,7 milljarðar króna í ágúst 2020 en vöruinnflutningur 55,5 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 10,8 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 7,9 milljarða króna.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 91% í október
Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir októbermánuð má ætla að gistinætur á hótelum í október hafi verið um 37.000, þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 26.000 og gistinætur útlendinga um 11.000.
Hlutfall starfandi ekki lægra á þriðja ársfjórðungi síðan 2011
Eins og á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs einkenndist vinnumarkaðurinn á þriðja ársfjórðungi að einhverju leyti af afleiðingum kórónuveirufaraldursins (Covid-19).
Vöruviðskipti óhagstæð um 0,4 milljarða í október 2020
Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 61,5 milljörðum króna í október 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 61,9 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 0,4 milljarða króna.
Fjöldi starfandi dróst saman um 5,5% á þriðja ársfjórðungi
Fjöldi starfandi einstaklinga samkvæmt skrám hefur dregist saman á þessu ári samanborið við árið 2019, hvort sem horft er til einstakra ársfjórðunga eða mánaða.
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 6,5 milljarða króna í september 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 61,3 milljarða króna í september 2020 og inn fyrir 67,8 milljarða króna fob (72,5 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 6,5 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 19 milljarða króna í september 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.
Velta eykst í smásölu
Minni velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu júlí-ágúst 2020 en á sama tímabili árið áður samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Mest lækkun var hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum (-82%), í rekstri gististaða (-64%) og í flutningum og geymslu (-49%).
Gistinætur í september 88% færri en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í september síðastliðnum dróst saman um 88% samanborið við september 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 85%, um 86% á gistiheimilum og um 84% á öðrum tegundum skráðra gististaða.
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 6,5 milljarða króna í september 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 61,3 milljarða króna í september 2020 og inn fyrir 67,8 milljarða króna fob (72,5 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 6,5 milljarða króna.
Velta eykst í smásölu
Minni velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu júlí-ágúst 2020 en á sama tímabili árið áður samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Mest lækkun var hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum (-82%), í rekstri gististaða (-64%) og í flutningum og geymslu (-49%).
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,43% á milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2020, er 489,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,43% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 419,3 stig og hækkar um 0,43% frá september 2020.
Tilraunatölfræði: 5% aukning gjaldþrota virkra fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi 2020
Samtals voru 41 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í september síðastliðnum. Af þeim voru 28 með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum.
Vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins jákvæður um 2,6 milljarða
Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði var áætlaður 47,1 milljarður króna í júlí 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 58,2 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 11,0 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 14,7 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 40,8 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 26,1 milljarður.
Mesti slaki á íslenskum vinnumarkaði í fimm ár
Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 198.500 hafi verið starfandi og 8.500 án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,0% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 4,1%.
Alþjóðlegur dagur tölfræðinnar á tímum kórónuveiru
Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum á árinu 2020, einkum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins (Covid-19) sem verið hefur í algleymingi. Tölfræði er í lykilhlutverki þegar kemur að því að gera einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum kleift að átta sig á því sem er í gangi og veita áreiðanlegar upplýsingar svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í október 2020
Verulegur samdráttur hefur verið í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll á síðustu mánuðum og í september var enn frekari samdráttur í farþegafjölda. Í september fóru 28.317 farþegar um flugvöllinn sem er samdráttur upp á um 96% samanborið við september 2019 þegar farþegarnir voru 644.303.
Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum
Fyrstu 39 vikur ársins 2020 dóu að meðaltali 42,5 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 39 vikur áranna 2017-2019 þegar 43,3 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2019 en það var einnig algengasti aldursflokkur þeirra sem dóu fyrstu 39 vikur ársins 2020.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 82% í september
Samkvæmt bráðabirgðatölum sem byggja á fyrstu skilum voru gistinætur á hótelum í september um 80.000, þar af íslenskar gistinætur um 62.000 og gistinætur útlendinga um 18.000. Borið saman við 434.200 gistinætur í september 2019 má ætla að orðið hafi um 82% samdráttur í fjölda gistinátta frá fyrra ári.
Vöruviðskipti óhagstæð um 3,8 milljarða í september 2020
Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 61,6 milljörðum króna í september 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 65,4 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 3,8 milljarða króna.
Lausum störfum fækkaði um 1.500 á milli ára
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 3 þúsund á þriðja ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 204.400 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,5%.
Þjóðhagsspá: Reiknað er með 7,6% samdrætti í ár
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá í ritröð sinni Hagtíðindum. Spáin tekur til áranna 2020 til 2026. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman um 7,6% í ár sem yrði einn mesti samdráttur á síðustu 100 árum. Gert er ráð fyrir bata á næsta ári og að landsframleiðsla aukist um 3,9% á milli ára.
Gistinætur í ágúst 65% færri en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í ágúst síðastliðnum dróst saman um 65% samanborið við ágúst 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 66%, um 52% á gistiheimilum og um 60% á öðrum tegundum skráðra gististaða.
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 11,2 milljarða króna í ágúst 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 44,1 milljarð króna í ágúst 2020 og inn fyrir 55,3 milljarða króna fob (59,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,2 milljarða króna.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,39% á milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2020, er 487,0 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,39% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 417,5 stig og hækkar um 0,53% frá ágúst 2020.
Atvinnuleysi var 6% í ágúst
Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda í ágúst var 76,2% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,0% (±1,4).
Afkoma hins opinbera neikvæð um 78,4 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Kórónaveirufaraldurinn (Covid-19) hafði umtalsverð áhrif á afkomu hins opinbera á 2. ársfjórðungi 2020 en áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 78,4 milljarða króna eða sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.
Tilraunatölfræði: 57% samdráttur í losun CO2 ígilda frá flugi á öðrum ársfjórðungi vegna Covid-19
Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var um 21,3% lægri á öðrum ársfjórðungi 2020 en á sama ársfjórðungi 2019 en á öðrum ársfjórðungi í ár gætti áhrifa Covid-19 á margan hátt á losun hagkerfisins. Losunin var um 1.328 kílótonn CO2-ígilda samanborið við um 1.688 annan ársfjórðung ársins 2019.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 58% í ágúst
Samkvæmt bráðabirgðatölum má ætla að orðið hafi um 58% samdráttur á fjölda gistinátta í ágúst 2020 miðað við sama mánuð árið á undan. Ætla má að gistinætur Íslendinga hafi ríflega þrefaldast frá sama mánuði í fyrra en gistinætur útlendinga hafi á sama tíma dregist saman um um það bil 79%.
Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum
Fyrstu 33 vikur ársins 2020 dóu að meðaltali 43 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 33 vikur áranna 2017-2019 þegar 43,6 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2019 en það var einnig algengasti aldursflokkur þeirra sem dóu fyrstu 33 vikur ársins 2020.
Vöruviðskipti óhagstæð um 11,2 milljarða í ágúst 2020
Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 44,1 milljarði króna í ágúst 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 55,3 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,2 milljarða króna.
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi
Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er áætlað að landsframleiðslan hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi 2020 borið saman við sama tímabil fyrra árs. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi. Í mælingum á landsframleiðslu 2. ársfjórðungs gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri Covid-19 og þeim aðgerðum sem gripið var til í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu hans hér á landi og á heimsvísu.
Íslendingar með 71% gistinátta í júlí
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí síðastliðnum dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 56%, um 51% á gistiheimilum og um 49% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.). Samkvæmt áætlun sem byggir á landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofunnar var enn fremur 87% fækkun á gistinóttum erlendra ferðamanna á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður en Hagstofan hefur ekki upplýsingar um fjölda íslenskra gistinátta á stöðum sem miðla gistingu á slíkan máta.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,46% á milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágúst 2020, er 485,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,46% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 415,3 stig og hækkar um 0,46% frá júlí 2020.
Mikill samdráttur í veltu einkennandi greina ferðaþjónustu
Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var minni velta í flestum atvinnugreinum á tímabilinu maí-júní 2020 en á sama tímabili árið áður. Mest lækkun var hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum (-93%), í rekstri gististaða (-80%), í leigu á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum (-49%) og í flutningum og geymslu (-48%).
Tilraunatölfræði: Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 42% á tímabilinu apríl til júlí
Samtals voru 52 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í júlí síðastliðnum. Af þeim voru 29 með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum.
Atvinnuleysi 5,1% í júlí
Áætlað er að 213.700 (±5.300) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 82,2% (±2,0) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 202.600 (±4.600) hafi verið starfandi en 10.900 (±2.600) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,0% (±2,3) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 5,1% (±1,2).
Velta í mars-apríl 2020
Minni velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu mars-apríl 2020 en á sama tímabili árið áður. Á þessu tímabili fara áhrif Covid-19 fyrst að gæta. Mest lækkun var hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum (-76,6%), í rekstri gististaða og veitingarekstri (-54,4%), hjá bílaleigum (-41,0%) og í olíuverslun (-33,0%).
Vinnumarkaður á öðrum ársfjórðungi 2020 – atvinnuleysi 6,9%
Annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði var, eins og sá fyrsti, óvenjulegur og einkenndist öðru fremur af takmörkunum á vinnu fólks vegna kórónaveirunnar (Covid-19). Þessara áhrifa gætir að nokkru leyti í mælingum á vinnuaflinu.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í ágúst 2020
Virðisaukaskattskyld velta einkennandi greina ferðaþjónustu dróst saman um 59% í mars-apríl miðað við sama tímabili árið 2019 og nam rúmlega 34 milljörðum króna samanborið við 84 milljörðum króna á síðasta ári.
Tilraunatölfræði: Staðgreiðsluskyldar launagreiðslur hækkuðu um 1,4% á milli maí og júní 2020
Hagstofa Íslands hefur uppfært mánaðarlegar upplýsingar um heildarsummu staðgreiðsluskyldra launa eftir atvinnugreinum með upplýsingum um launagreiðslur í júní 2020. Heildarsumma staðgreiðsluskyldra launa hækkaði um 1,4% á milli maí og júní 2020 en lækkaði um 1,9% á milli júní 2019 og 2020.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 47% í júlí
Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem byggjast á fyrstu skilum fyrir júlímánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 269.000 (95% öryggismörk: 257.000-281.000) samanborið við 507.800 í júlí 2019.
Vöruviðskipti óhagstæð um 12,4 milljarða í júlí 2020
Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 46,8 milljörðum króna í júlí 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 59,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,4 milljarða króna.
Gistinóttum fækkaði um 72% í júní og 32 hótel eru enn lokuð
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní síðastliðnum dróst saman um 72% samanborið við júní 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum.
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 12,9 milljarða króna í júní 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 46,5 milljarða króna í júní 2020 og inn fyrir 59,4 milljarða króna fob (63,7 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,9 milljarða króna.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,15% milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2020, er 482,9 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,15% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 413,4 stig og hækkar um 0,17% frá júní 2020.
Atvinnuleysi minnkaði í júní
Áætlað er að 217.200 (± 6.200) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 83,1% (± 2,4) atvinnuþátttöku.
Tilraunatölfræði - Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 23% á fyrri helmingi ársins
Samtals voru 97 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til gjaldþrotaskipta í júní síðastliðnum. Af þeim voru 48 með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í júlí 2020
Samkvæmt tilraunatölfræði gistinátta er áætlað að gistinætur á hótelum í júní hafi dregist saman um 79% og fækkað úr 420 þúsund í 90 þúsund samanborið við júní í fyrra. Í júní fækkaði brottfararfarþegum um 95,7% samanborið við sama mánuð í fyrra, úr 259 þúsund í rúmlega 11 þúsund.
Tilraunatölfræði: Samdráttur í launagreiðslum á fyrri hluta árs 2020
Heildarsumma staðgreiðsluskyldra launa á Íslandi dróst saman um 2,8% frá janúar til og með maí 2020 miðað við sama tímabil árið 2019. Hagstofa Íslands birtir nú mánaðarlegar upplýsingar um heildarsummu staðgreiðsluskyldra launa eftir atvinnugreinum byggt á upplýsingum úr staðgreiðsluskilum launagreiðenda.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 79% í júní
Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem byggjast á fyrstu skilum fyrir júnímánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í júní hafi verið um 90.000 (95% öryggismörk: 79.000-101.000) samanborið við 420.300 gistinætur á hótelum í júní 2019. Því má ætla að orðið hafi um 79% samdráttur á fjölda gistinátta frá júní 2019.
2.600 laus störf á öðrum ársfjórðungi 2020
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 198.700 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,3%. Fjöldi starfa hefur aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst á fyrsta ársfjórðungi 2019.
Gistinóttum fækkaði um 89% í maí og 47 hótel voru lokuð
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí síðastliðnum dróst saman um 89% samanborið við maí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 88% og um 86% á gistiheimilum. Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tímabundið og voru 47 hótel lokuð í maí en 75 hótel voru lokuð í apríl.
Vöruviðskiptajöfnuður jákvæður um 1,8 milljarða króna í maí 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 52,9 milljarða króna í maí 2020 og inn fyrir 51,1 milljarð króna fob (54,7 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 1,8 milljarða króna.
Starfandi samkvæmt skrám í mars 2020
Samdráttur var á fjölda starfandi á 1. ársfjórðungi 2020 miðað við sama tímabil árið 2019. Vinnuafl á aldrinum 16-74 ára dróst saman um 2,2% yfir allt tímabilið, en 3,6% í mars miðað við mars 2019. Samdrátturinn í mars var mestur á Suðurnesjum, eða 6,2%. Breyting hefur verið gerð á skilgreiningu fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu. Talnaefni hefur verið uppfært.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,44% á milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2020, er 482,2 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,44% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 412,7 stig og hækkar um 0,51% frá maí 2020.
Þjóðhagsspá: Reiknað er með 8,4% samdrætti í ár
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman um 8,4% í ár og er það mesti samdráttur á lýðveldistímanum. Slæmar horfur í ár má rekja til kórónaveirufaraldursins (Covid-19) sem hefur m.a. lamað samgöngur á milli landa og þar af leiðandi haft mikil áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. Reiknað er með snörpum viðsnúningi á næsta ári og að vöxtur landsframleiðslunnar verði 4,9%. Næstu ár er gert ráð fyrir hagvexti á bilinu 2,5%-2,9%. Horfur eru á að þjóðarútgjöld dragist saman um 4,4% í ár en að þau aukist um 4,3% árið 2021.
Atvinnuleysi 9,9% í maí
Leita þarf aftur til áranna 2009-2011, þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar efnahagskrísunnar, til að finna svipað hlutfall mánaðarlegs atvinnuleysis og í maí á þessu ári.
Tilraunatölfræði: 42% færri virk fyrirtæki gjaldþrota í maí 2020 en í fyrra
Samtals voru 37 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári. Af þeim voru 22 annað hvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum á síðasta ári eða 42% færri en í sama mánuði fyrra árs þegar þau voru 38. Talnaefni hefur verið uppfært.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í júní 2020
Samkvæmt tilraunatölfræði gistinátta er áætlað að gistinætur á hótelum í maí hafi dregist saman um 86% og fækkað úr 315 þúsund í 44 þúsund samanborið við maí í fyrra. Í apríl fækkaði skráðum gistinóttum um 95%, úr 438 þúsund í tæplega 21 þúsund, samanborið við apríl í fyrra. Þar af drógust gistinætur á hótelum saman um 97%, úr 272 þúsund í 9 þúsund. Nýting hótelherbergja lækkaði um 46 prósentustig, úr 49% í apríl í fyrra niður í 4% síðastliðinn apríl. Framboð hótelherbergja dróst einnig saman um 45% og fækkaði um 5 þúsund herbergi á sama tímabili, úr rúmlega 10 þúsund niður í rúmlega 5 þúsund herbergi.
Fækkun í hópi starfandi í janúar og febrúar
Að jafnaði störfuðu 190.141 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar 2020 sem var 1,4% samdráttur í fjölda starfandi miðað við sama tímabil 2019. Til samanburðar hafði fjölgað í þessum sama hópi um 0,7% í janúar og febrúar 2019 frá árinu áður.
Afkoma hins opinbera neikvæð sem nemur 4,8% af vergri landsframleiðslu
Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 32,2 milljarða króna á 1. ársfjórðungi 2020, eða sem nemur 4,8% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 86% í maí
Samkvæmt bráðabirgðatölum sem byggjast á fyrstu skilum fyrir maímánuð má ætla að gistinætur á hótelum í maí hafi verið um 44.000 (95% öryggismörk: 38.000-51.000) samanborið við 315.000 gistinætur á hótelum í maí 2019.
Tilraunatölfræði: 48 virk fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í apríl 2020
Í apríl 2020 voru tekin til gjaldþrotaskipta 88 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins. Af þeim voru 48 virk á fyrra ári, þ.e. annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, eða 60% fleiri en í sama mánuði fyrra árs.
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um 0,4 milljarða króna í apríl 2020
Fluttar voru út vörur fyrir 47,3 milljarða króna í apríl 2020 og inn fyrir 47,6 milljarða króna fob (51,5 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 0,4 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,3 milljarða króna í apríl 2019 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í apríl 2020 var því 14,9 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuð.
Landsframleiðslan dróst saman um 1,2% á fyrsta ársfjórðungi
Áætlað er að landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2020 hafi dregist saman að raungildi um 1,2% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Þrátt fyrir umtalsverð neikvæð áhrif utanríkisviðskipta á hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi, sem að miklu leyti má rekja til samdráttar í ferðaþjónustu, jukust þjóðarútgjöld að raungildi á tímabilinu.
75 hótelum lokað í apríl
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í apríl síðastliðnum dróst saman um 96% samanborið við apríl 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 97% og um 93% á gistiheimilum. Þá var 93% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,54% milli mánaða - leiðrétting
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2020, er 480,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,54% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 410,6 stig og hækkar um 0,88% frá apríl 2020.
Atvinnuleysi 7% í apríl
Samkvæmt óleiðréttri mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar er áætlað að um 195.000 (± 6.300) manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl 2020, sem jafngildir 75,8% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að um 181.200 (±4.600) manns hafi verið starfandi, en 13.700 (±2.800) án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 70,5% (±2,5) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 7,0% (±1,4).
Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði
Launavísitala í apríl 2020 hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði og gætir þar meðal annars áhrifa launahækkana sem samið var um í kjarasamningum. Um er að ræða kjarasamninga bæði á almennum vinnumarkaði og hjá opinberum starfsmönnum, en stór hluti launafólks á íslenskum vinnumarkaði fékk kjarasamningshækkun í aprílmánuði.
Tilraunatölfræði: Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 20 vikur 2020 hefur verið uppfært
Samkvæmt uppfærðu talnaefni fyrir fyrstu 20 vikur ársins nam hallinn á vöruviðskiptum við útlönd 24,1 milljarði króna samanborið við 26,3 milljarða halla á síðasta ári.
Velta í janúar-febrúar 2020
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í janúar-febrúar 2020 gefur góða mynd af stöðu mála áður en áhrifa Covid-19 fór að gæta.
Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 2,8% á milli mánaða
Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan maí 2020, er 147,6 stig (desember 2009=100) og lækkar um 2,8% frá fyrri mánuði. Innflutt efni hækkaði um 1,6% (áhrif á vísitölu 0,3%) en vinnuliður lækkaði um 8,6% (-3,1%).
Tilraunatölfræði: Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna námu 284 milljörðum árið 2019
Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019. Það samsvarar um 21,4% af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári..
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í maí
Gert er ráð fyrir að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 97% í apríl samkvæmt bráðabirgðatölum samanborið við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum í mars fækkaði um 55%, úr 733 þúsund í 331 þúsund, samanborið við sama mánuð síðasta árs.
Tilraunatölfræði: Vöruviðskipti við útlönd
Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 19 vikur 2020 hefur verið uppfært.
Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 97% í apríl
Gistinætur á hótelum í apríl voru 7.900 samkvæmt bráðabirgðatölum samanborið við 272.600 gistinætur í apríl 2019. Rúmanýting var um 1,8% samanborið við 41,6% í sama mánuði í fyrra.
Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum
Talnaefni um dána fyrstu 17 vikur 2020 hefur verið uppfært.
Vinnumarkaður á fyrsta ársfjórðungi 2020 - Mun fleiri vinna heima í fjarvinnu
Fyrsti ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði var um margt óvenjulegur. Segja má að það sem hafi einkennt hann öðru fremur hafi verið takmarkanir á vinnu fólks, bæði vegna verkfallsaðgerða og síðan samkomubanns um miðjan marsmánuð.
Verðmæti vöruinnflutnings í apríl 17,4 milljörðum króna minna en fyrir ári
Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 47,1 milljarði króna í apríl 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og fob verðmæti vöruinnflutnings 48,0 milljörðum króna.
Tilraunatölfræði: Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 17 vikur 2020 hefur verið uppfært
Samkvæmt uppfærðu talnaefni fyrir fyrstu 17 vikur ársins nam hallinn á vöruviðskiptum við útlönd 18,3 milljörðum króna samanborið við 17,8 milljarða halla á síðasta ári.
Vinnumarkaður í mars
Fjöldi atvinnulausra í mars var um 5.900 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eða 3,3% af vinnuaflinu. Mars var óvenjulegur mánuður á íslenskum vinnumarkaði þar sem mörgum vinnustöðum var lokað í kjölfar samkomubanns upp úr miðjum marsmánuði og lög um minnkað starfshlutfall tóku gildi þann 21. mars. Síðan þá hefur óvissa einkennt vinnumarkaðinn. Þessi óvissa hefur áhrif á mælingar vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar á tvennan hátt.
Gistinóttum fækkaði um meira en helming í mars
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í mars síðastliðnum dróst saman um 55% samanborið við mars 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 54% og um 48% á gistiheimilum. Þá var 65% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og 50% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,48% milli mánaða
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2020, er 477,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,48% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 407,0 stig og hækkar um 0,57% frá mars 2020. Mæling og útreikningur á vísitölu neysluverðs í apríl gekk vel fyrir sig en varð þó fyrir áhrifum af þeim aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 og vegna viðbragða stjórnvalda til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar. Áskoranir við verðmælingar felast í því að aðgengi neytenda að sumum neysluvörum og þjónustu er takmarkað. Til að mynda hafa samkomustaðir og ýmis þjónustustarfsemi þurft að loka vegna sérstakrar smithættu.
Tilraunatölfræði: Hlutfallslega flestir greindir með Covid-19 í aldursflokknum 40-49 ára
Hlutfallslega flestir hafa smitast af kórónaveirunni (Covid-19) á Íslandi í aldursflokknum 40-49 ára. Þá hafa hlutfallslega færri smitast í yngstu og elstu aldurshópunum miðað við mannfjölda fyrir utan þá allra elstu. Með því að skoða hlutfall þeirra sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 borið saman við mannfjölda eftir aldursflokkum má bera saman smitáhættu einstaklinga í samfélaginu. Tölurnar gefa þannig aðrar upplýsingar heldur en talning smita eftir aldursflokkum þar sem mismunandi stærð aldursflokka takmarkar samanburð á milli þeirra.
Landsmönnum fjölgaði um 1.870 á fyrsta ársfjórðungi ársins
Samtals bjuggu 366.130 manns á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs 2020, 188.040 karlar og 178.090 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.870 á ársfjórðungnum eða um 0,5%. Alls fæddust 1.080 börn á 1. ársfjórðungi 2020, en 620 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.410 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.
Greinargerð um spænsku veikina
Fara þarf rúma öld aftur í tímann til þess að finna aðstæður sem bera má að einhverju leyti saman við þær sem ríkja í þjóðfélaginu um þessar mundir vegna Covid-19, en þá geisaði mannskæðasta farsótt 20. aldarinnar sem nefnd var spænska veikin. Áætlað er að farsóttin hafi kostað 20-50 milljónir manna lífið á heimsvísu og þar af nálægt 500 manns hér á landi.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu
Tæplega 96 þúsund farþegar fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll í mars. Þar af voru um 80 þúsund farþegar með erlent ríkisfang og tæplega 16 þúsund farþegar með íslensk vegabréf. Í mars í fyrra voru 213 þúsund brottfararfarþegar og fækkaði þeim því um 55% á milli ára. Íslenskum farþegum fækkaði um 64% á meðan farþegum með erlent ríkisfang fækkaði um 53% á sama tímabili.
Tilraunatölfræði: Eldsneytissala 34% lægri í mars 2020
Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.
Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum 2017-2020
Að meðaltali dóu 45,9 á viku fyrstu fimmtán vikur áranna 2017-2019. Fyrstu fimmtán vikur ársins 2020 dóu aðeins færri eða 44,3 að meðaltali á hverri viku.
Tilraunatölfræði: Halli á vöruviðskiptum 12,7 milljarðar það sem af er ári
Heildarverðmæti vöruútflutnings nam 170,6 milljörðum króna fyrstu 16 vikum ársins samanborið við 204 milljarða á sama tímabili á síðasta ári.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða 7,7% minna það sem af er ári
Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á fyrstu 15 vikum ársins, þ.e. fram að páskum nam 68,3 milljörðum króna og dróst saman um 7,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Á föstu gengi dróst heildarverðmætið saman um 12,2% milli ára. Þessar tölur byggja á nýrri gagnasöfnun um vikulega þróun vöruviðskipta sem Hagstofan stendur fyrir til að mæta þörf fyrir tíðari upplýsingar um framþróun efnahagsmála.
Þriðjungur vann fjarvinnu heima
Launamenn sem unnu aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima voru 4,1% en 29,2% launamanna unnu stundum í fjarvinnu. Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar sýna að fjarvinna er árstíðabundin, en hún er alla jafna minnst yfir sumartímann. Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir.
Gistinætur drógust saman um 53% í mars
Verulegur samdráttur var í gistinóttum hótela í mars. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 181.000 gistinætur á hótelum í mars samanborið við 382.000 gistinætur í mars 2019. Rúmanýting var um 25,3% samanborið við 56,8% í sama mánuði í fyrra. Miklar breytingar áttu sér stað í ferðaþjónustu í marsmánuði og má ætla að rúmanýting og fjöldi gistinátta hafi verið hærri í fyrri hluta mánaðar en lægri í þeim síðari.
Kortavelta dróst saman í mars
Verulegur samdráttur var í kortaveltu í mars, en þróun kortaveltu gefur góða vísbendingu um stöðu og þróun á kauphegðun innlendra og erlendra korthafa.